Skaginn 3X tekur forystu í tölvustýrðri plötuvinnslu

Deila:

Tækni- og framleiðslufyrirtækið Skaginn hf., sem nýverið hlaut bæði Nýsköpunarverðlaun Íslands og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, hefur nú tekið forystu í tölvustýrðri plötuvinnslu hér á landi með því að fjárfesta í sjálfvirkum vélbúnaði til plötuvinnslu. Vélbúnaðinum verður komið upp í nýbyggingu Skagans 3X á Akranesi.

Það voru Iðnvélar ehf. í Kópavogi sáu um að útvega vél- og hugbúnað frá japanska vélaframleiðandanum AMADA, sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum í dag.  Um er að ræða hátæknilega heildarlausn fyrir tölvustýrða plötuvinnslu; hugbúnað sem les 3D teikningar og tölvustýrðar vélar sem vinna málminn.

Systurfélögin Skaginn, Þorgeir og Ellert á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði framleiða vörur sínar undir sameiginlegu vörumerki – Skaginn 3X. Þau eru í fremstu röð íslenskra fyrirtækja sem náð hafa árangri á alþjóðlegum matvælamarkaði með vörur sem þróaðar hafa verið hérlendis. Hjá félögunum starfa um 180 starfsmenn og heildarvelta þeirra var um 6 milljarðar á síðasta ári.

Frétt af bb.is

 

Deila: