Mikið óveitt hjá strandveiðiflotanum í júní
Strandveiðiflotinn átti óveidd 790 tonn þegar veiðitímabilinu í júní lauk. Alls varð aflinn í mánuðinum 3.263 tonn. Þessar óveiddu heimildir færast yfir á hið nýja tímabil, sem hófst í morgun.
Mestur afli í júní var á svæði A enda aflaheimildir þar mestar. Þar veiddust alls 930 tonn og stóðu eftir 38 tonn af leyfilegum heimildum, þegar veiðar þar voru stöðvaðar. 552 tonn veiddust á svæði C en þó stóðu eftir 328 tonn óveidd. Á svæði D veiddust 533 tonn og stóðu þá eftir 175 tonn af leyfilegu hámarki. Á svæði B veiddust 489 tonn og voru þá óveidd 249 tonn.
Afli á bát í róðri var að meðaltali 531 kíló upp í 677 kíló og afli á bát á tímabilinu frá 4,3 tonnum að meðaltali upp í fimm tonn.