Aflaregla fyrir keilu og löngu

Deila:

Leyfilegur heildarafli af keilu á næsta fiskveiðiári verður aukinn um 530 tonn en löngukvótinn dregst saman um 745 tonn. Þetta er samkvæmt aflareglu fyrir þessar tegundir sem sjávarvarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur staðfest til næstu fimm ára:

Aflaregla keilu gerir ráð fyrir að aflamark ákvarðist sem 13% af stofni keilu 40 cm og stærri á stofnmatsári. Samkvæmt þessari aflareglu hefur aflamark á næsta fiskveiðiári (2017/2018) verið ákveðið 4370 tonn en var 3780 á síðasta fiskveiðiári. Gert er ráð fyrir að stofninn standi í stað á næstu árum.

Aflaregla löngu er svipuð og í keilu, aflamark ákvarðast sem 18% af stofni löngu 75 cm og stærri á stofnmatsári. Samkvæmt þessari aflareglu hefur aflamark verið ákveðið 8598 tonn á næsta fiskveiðiári en var 9343 tonn á því síðasta.

 

Deila: