Góður gangur á makrílnum

Deila:

Á undanförnum dögum hefur verið góður gangur hjá smábátum á makrílveiðum.  Veiði almennt góð á öllum þremur svæðunum og mörg dæmi um að menn hafi tvíhlaðið.  Aflinn er kominn yfir tvöþúsund tonn og vitað er að þar er ekki allt talið þar sem tölur eru mislengi að berast til Fiskistofu samkvæmt fréttá heimasíðu Landssambands smábátaeugenda.

Samkvæmt tölum Fiskistofu í gærmorgun voru sex bátar komnir með yfir 100 tonn.  Herja ST, Júlli Páls SH, Brynja SH, Fjóla GK, Tryggvi Eðvarðs SH og Ísak AK.

Bátar makríll

Úthlutaður var kvóti til alls 180 báta, en aðeins 38 hafa skilað sér á miðin.  LS gagnrýndi kvótasetninguna harðlega á sínum tíma þar sem hún mundi hefta framþróun veiðanna.  Nauðsynlegt væri að hafa þær án hafta þannig að sem flest veiðisvæði yrðu nýtt og sem flestir hefðu tök á að veiða þennan velkomna gest.  Meðal þess sem ávannst í baráttu LS var 2.000 tonna árlegur viðbótarkvóti til færabáta sem úthlutað er úr vikulega samkvæmt reglum þar um.  Á síðasta ári voru 1.322 veidd af þessum heimildum.

Bátar á sjó

Myndin er skjáskot tekið af vefnum Marine Traffic sem tekið var kl 09:54 í gær og sýnir jafna og góða sjósókn allt umhverfis landið enda víðast hvar ágætis veður.

 

Deila: