Áfram vöxtur en blikur á lofti

Deila:

Ný greining Sjávarklasans sem gefinn var út í vikunni um afkomu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, leiðir í ljós að meðaltalsvöxtur tæknifyrirtækja árið 2016 var um 5-10% sem er ívið minni en árin á undan.

Helstu niðurstöður greiningarinnar eru að:

Stór tæknifyrirtæki með heildarlausnir eflast en minni fyrirtækin standa í stað.
Fjárfestingar íslensk sjávarútvegs í skipum og búnaði hafa haft jákvæð áhrif á tæknifyrirtækin.
Samvinna fyrirtækja eykst en tækifæri eru til frekari samruna og samvinnu.
Blikur er á lofti í rekstri fyrirtækjanna vegna sterkrar stöðu krónunnar.

 

 

Deila: