Tilkynna ber um túnfisk í meðafla

Deila:

Þar sem túnfiskur hefur veiðst sem meðafli í uppsjávarveiðum þá er vakin athygli á að það þarf að tilkynna allan túnfiskafla til Fiskistofu án tafar.
Túnfiskmeðafli reiknast af túnfiskkvóta Íslands en allur túnfiskur er tilkynningaskyldur til ICCAT, Alþjóðaráðsins um varðveislu Atlantshafstúnfisks.

Deila: