Múlaberg með mest af rækju

Deila:

Aðeins 13 bátar hafa landað úthafsrækju á þessu ári, þrátt fyrir að um 80 bátar séu með úthlutaðan kvóta eða millifærðar heimildir til veiðanna. Því er úthafsrækjan líklega sú fisktegund, þar sem mestar heimildir eru fluttar á milli skipa. Þrátt fyrir miklar tilfærslur er ljóst að verulegar heimildir verða ónýttar í lok fiskveiðiársins.

Heildarafli af úthafsrækju er nú 2.553 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Leyfilegur heildarafli er 4.550 tonn og því óveidd tæplega 2.000 tonn, þegar þrjár vikur eru eftir af fiskveiðiárinu. Það bendir til þess að töluvert af aflaheimildum falli ónýtt niður, því lítið svigrúm verður til að flytja allar heimildirnar milli fiskveiðiára.

Aflahæstu bátarnir nú eru Múlaberg SI með 544 tonn, Sigurborg SH með 449 og Dagur SK með 325 tonn.

Deila: