HB Grandi selur Þerney

Deila:

HB grandi hefur selt Þerney RE 101 til Suður Afríku og verður hún afhent nýjum eigendum 15. nóvember næstkomandi. Kaupandinn er Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd sem er öflugt félag í útgerð og vinnslu og er söluverðið 13,5 milljónir USD eða 1,4 milljarðar ÍKR.

Tvöföld áhöfn er nú á Þerney, en 27 eru í áhöfn hverju sinni. HB Grandi mun aðstoða þá í áhöfn Þerneyjar sem ekki komast í pláss á öðrum skipum félagsins við atvinnuleit eins og kostur er.

Þerney RE 101 er frystitogari og er aflinn flakaður og frystur um borð. Þerney var smíðuð árið 1992 í Noregi og hefur verið gerð út af HB Granda frá því hún kom til landsins 1993.

 

 

Deila: