Fiskafli í júlí var rúm 73 þúsund tonn

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn sem er 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016 samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 39 þúsund tonnum í júlí og dróst saman um 2% samanborið við sama mánuð í fyrra.  Af uppsjávartegundum veiddist mest af makríl eða rúm 28 þúsund tonn. Flatfiskaflinn var tæp 3.200 tonn og jókst um 35% á milli ára. Af flatfisktegundum veiddist mest af grálúðu í júlí eða rúm 2.300 tonn. Skel- og krabbadýraafli var 1.632 tonn samanborið við 1.238 tonn í júlí 2016.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá ágúst 2016 til júlí 2017 var 1.120 þúsund tonn sem er 8% meira en yfir sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í júlí metið á föstu verðlagi var 6,3% meira en í júlí 2016.

Fiskafli
  Júlí   Ágúst-júlí  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         73,4             78,0     6,3      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 71.534 73.473 3 1.041.617 1.120.240 8
Botnfiskafli 28.046 29.703 6 455.768 412.973 -9
  Þorskur 13.895 16.921 22 259.173 244.733 -6
  Ýsa 2.071 2.336 13 40.614 35.586 -12
  Ufsi 5.538 3.532 -36 48.671 44.647 -8
  Karfi 4.896 4.738 -3 63.112 55.323 -12
  Annar botnfiskafli 1.646 2.175 32 44.197 32.685 -26
Flatfiskafli 2.355 3.182 35 24.682 21.600 -12
Uppsjávarafli 39.861 38.941 -2 548.614 675.845 23
  Síld 3.553 4.290 21 112.728 111.485 -1
  Loðna 0 0 101.089 196.832 95
  Kolmunni 31 6.275 190.041 207.512 9
  Makríll 36.277 28.376 -22 144.724 160.010 11
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 32 6 -83
Skel-og krabbadýraafli 1.238 1.632 32 12.475 9.776 -22
Annar afli 34 14 -58 78 46 -41

 

Deila: