Brynjólfur hinn fengsæli til hafnar í muggunni

Deila:

Brynjólfur VE gerir það gott á fiskitrolli og var næstaflahæstur tollbáta á landinu í desember og er líka í öðru sæti sem stendur í janúar. Eftir að humarveiðum lauk í september var ákveðið að prófa að gera Brynjólf út til botnfiskveiða með tveimur fótreipstrollum. „Það hefur aldeilis skilað lukkast vel,“ segir í færslu á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Óhætt er því að segja að áhöfnin á Brynjólfi hafi fiskað vel. Árangur hennar vekur verðskuldaða athygli meðal þeirra sem fylgjast með í þessum geira sjávarútvegsins!

Heildarafli Brynjólfs VE frá því í október er um 930 tonn, þar af var landað liðlega 60 tonnum úr skipinu um nýliðna helgi.

Drangavík er einnig á fiskitrolli og notar eitt bobbingatroll. Afli Drangavíkur hefur verið mjög góður á sama tímabili (frá í október 2018), þrátt fyrir að skipið hafi verið frá veiðum í rúman mánuð, þegar það var í slipp frá miðjum nóvember fram í miðjan desember.

Heildarafli Drangavíkur er um 530 tonn frá því í októberbyrjun.

Ljósmynd Jói Myndó

 

Deila: