Mikil aukning í afla og verðmætum hjá LVF

Deila:

Öll þrjú skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði skiluðu meiri afla að landi í fyrra en árið 2017. Aflaverðmæti jókst því sömuleiðis. Aflaaukningin er á bilinu 13% til 36% og verðmætið jókst um 14% til 44%

Hoffell var með 14.141 tonn að aflaverðmæti 1.376 milljónir 2018. Skipið var með 36.464 tonn að aflaverðmæti 1.124 milljónir 2017. Aukningin er því 13% í afla og 22% í verðmætum milli ára

Ljósafell var með 5.555 tonn í afla og 1.094 milljónir 2018. Aflinn 2017 var 4.072 og aflaverðmæti 760 milljónir. Aukningin er því 36% í afla og 44% tekjum

Sandfell var með 2.350 tonn í afla og 453 milljónir í aflaverðmæti 2018. Báturinn var með 2.003 tonn í afla og 398 milljónir í aflaverðmæti 2017. Aukningin var því 17% í afla og 14% í aflaverðmæti

 

Deila: