Vill láta merkja sýktan eldisfisk

Deila:

Norsku neytendasamtökin vilja að eldisfiskur sem hefur verið veikur eða drepinn vegna sýkinga verði merktur sem slíkur í verslunum. Þetta kemur fram á vef NRK. Þar er rætt við Inger Lise Blygverket framkvæmdastjóra.

Fram kemur í fréttinni að laxinn sé markaðssettur sem úrvalsvara og ekkert á umbúðunum gefi ástand hans fyrir slátrun til kynna. Norskir stjórnendur laxeldis þurfi að gera sér grein fyrir að norskir neytendur vilji vita meira um framleiðsluaðstæður og um velferð dýranna.

Í fréttinni er einnig rætt við Jon Arne Grøttum hjá Sjømat Norge sem segir að sýkingar í fiski hafi engin áhrif á matvælaöryggi. Sjúkdómar sem herji á fiska smitist ekki yfir í mannfólk. Því sé engin ástæða til að merkja sýktan fisk.

Deila: