Búa sig undir að brenna olíu fyrir austan

Deila:

„Það er mjög grátlegt að fyrirtækið þurfi að fara í raun og veru í öfug orkuskipti í dag, árið 2023. Að við þurfum að fara til baka í olíu. Það er afleit staða.“ Þetta segir Pálmi Benediktsson, verkefnastjóri hjá Eskju á Eskifirði í frétt RÚV.

Fyrirséður skortur á afhendingu rafmagns hefur í för með sér að Eskja hefur nú fjárfest í nýjum olíukatli. Í fréttinni kemur fram að fiskimjölsverksmiðjur í fjórðungnum séu nú að búa sig undir raforkuskort í vetur. Brenna þurfi mikkilli olíu á næstu árum með tilheyrandi losun.

Nánar má lesa um málið hér.

Deila: