Jón Kristinn Sverrisson gengur til liðs við SFS

Deila:

Jón Kristinn Sverrisson lögfræðingur hefur hafið störf hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Hans verkefni munu meðal annars lúta að lögfræðilegri ráðgjöf, samningagerð, vinnslu álitsgerða og umsagna, alþjóðlegu samstarfi á sviði vinnuréttarmála tengdum sjávarútvegi og aðstoð við félagsmenn.

Jón Kristinn er með BA og ML gráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Hann hefur starfað hjá LBI ehf. frá árinu 2009 sem forstöðumaður lögfræðiráðgjafar og þar áður hjá Landsbankanum sem lögfræðingur í lögfræðiráðgjöf bankans. Jón Kristinn hefur ennfremur starfað sem háseti á ísfisktogara ásamt því að hafa unnið við landvinnslu í sjávarútvegi. Hann er boðinn velkominn til starfa á heimasíðu SFS.

 

Deila: