Sjómannadagsráð heiðraði fimm sjómenn á sjómannadaginn
Fimm sjómenn voru í ár sæmdir heiðursmerki Sjómanna- og vélstjórafélagsins við hátíðlega athöfn sunnudaginn 11. júní, en allt frá árinu 1970 hefur Sjómannadagsráð Grindavíkur viðhaft þann sið að heiðra nokkra aldraða grindvíska sjómenn á sjómannadaginn.
Þeir fimm einstaklingar sem hlutu heiðursmerki í ár voru þeir Arnbjörn Gunnarsson, skipsstjóri, Björgvin Vilmundarson, háseti, Guðmundur S. Haraldsson, skipsstjóri og vélstjóri, Jóhannes Jónsson skipstjóri og Jón Guðmundsson, matsveinn.
Mynd og texti af http://grindavik.is