Lítið eftir af þorsk- og ýsukvóta

Deila:

Nú þegar fjórir mánuðir rúmir eru eftir af fiskveiðiárinu, eða þriðjungur þess, eru aflaheimildir í ýsu og þorski nánast á þrotum. Samkvæmt lista yfir aflastöðu á vef Fiskistofu eru eftir rúm 40 þúsund tonn af þorski af þeim tæpu 166 þúsund tonnum sem úthlutað var í upphafi fiskveiðiársins. Það gera um 24%.

Staðan í ýsu er svipuð. Tæplega 12.700 tonn eru óveidd af þeim 38 þúsund tonnum sem úthlutað var fyrir fiskveiðárið 2022/2023. Hlutfallið er 25%.

Aðra sögu er að segja af ufsa, eins og sjá má hér að neðan. Þar eru um 40% upphaflegra aflaheimilda óveidd.

 

Deila: