Smábátar komnir yfir þúsund tonn af makríl

Deila:

Alls eru 30 smábátar byrjaðir veiðar á makríl.  Aflastaðan í gærmorgun var 1.058 tonn, þar af 902 tonn úr aflareynslupottinum. Helmingur þeirra sem byrjaðir eru veiðar eru komnir með yfir 30 tonn.

Megnið af aflanum hefur veiðst við Reykjanesið aðallega í og útaf Keflavík.  Aðrir veiðistaðir eru við Snæfellsnes og í Steingrímsfirði.

„Makríllinn er vandveiddur.  Einn daginn gefur hann sig það vel að bátarnir fylla sig hver á fætur öðrum, en aðra dagar lætur hann ekki sjá sig,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Alls eru aflaheimildir smábáta á vertíðinni rúm 9.000 tonn.  Í aflareynslupottinum um 7.000 tonn og rúm 2.000 tonn til úthlutunar aukalega ásamt því sem flutt var milli ára.

 

Deila: