Áfanga í makrílfrystingu fagnað í morgunkaffiveislu

Deila:

Starfsmenn í fiskvinnslu gengu að sérlega litríku og girnilegu hlaðborði í kaffisal Vinnslustöðvarnar í gærmorgun. Hæstráðandi á vettvangi, Særún Eydís Ásgeirsdóttir, tók upp á því að gera „heimafólkinu“ sínu dagamun í tilefni þess að fyrirtækið náði þeim áfanga að frysta tíu þúsundasta tonnið af makríl á vertíðinni.

Dúkuð eru borð og hlaðin sætindum af mun minna tilefni.

„Menn ráku eðlilega upp stór augu þegar þeir gengu í salinn og veltu fyrir sér hvor Eydís kaffikona ætti stórafmæli eða hvað yfirleitt væri að gerast?

Afmæli var það ekki, heillin, heldur var tilstandið og sætabrauðið makrílnum að þakka. Hverjum hefði svo sem dottið það í hug?,“ segir í færslu á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

 

Deila: