Leggja til auðlindagjald á fiskeldi í sjó

Deila:

Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi leggur til að rekstrarleyfishafar, sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Ekki er gert ráð fyrir að fiskeldi, sem stundað er á landi greiði slíkt gjald. Starfshópurinn leggur því til að auðlindagjald verði lagt á öll eldisfyrirtæki sem nýta sameiginlega auðlind, í þessu tilviki hafsvæði utan netlaga, til starfseminnar.

Rök fyrir þessari niðurstöðu starfshópsins má finna í skýrslu sem nefnd um stefnu í auðlindamálum ríkisins (auðlindastefnunefnd) skilaði til forsætisráðherra í september 2012.8 Þrátt fyrir að ekki sé sérstaklega tekið á nýtingarrétti á sjó gilda sömu sjónarmið um slíka nýtingu og þá sem fjallað er um í framangreindri skýrslu. Þannig verður að telja að nýting sjávar undir sjókvíaeldi falli að þeirri skilgreiningu á auðlindum sem auðlindagjald skuli taka til.

Starfshópurinn telur að ákveða megi gjaldstofn auðlindagjalds með ýmsum hætti,

  • Að miða við heimilaða heildarframleiðslu rekstrarleyfis óháð nýtingu.
    · Að miða við nýtingu eldisrýmis í sjó.
    · Að miða við framleiðslu í sjó.
    · Að miða við hlutfall af söluverðmæti.
    · Að miða við afkomu fyrirtækis.

Niðurstaða starfshópsins er að miða gjaldstofn auðlindagjalds við framleiðslu í sjó þar sem hópurinn telur að þessi aðferð sé best til þess fallin að finna út raunverulega nýtingu þess eldisrýmis sem notað er hverju sinni. Útreikningur gjaldstofns auðlindagjalds myndi því miða við þyngd eldisfisks við slátrun að frádreginni þyngd (meðalstærð) seiða sem sett eru út í sjó. Þessi aðferð við ákvörðun gjaldstofns auðlindagjalds felur einnig í sér hvata til að stytta eldistíma í sjó sem aftur lækkar gjaldstofn auðlindagjaldsins.

Hópurinn nefnir að 15 króna gjald á hvert kíló af sl+atruðum laxi gæti verið hæfilegt.

Deila: