Úthafskarfakvótinn tæp 2.000 tonn

Deila:

Samkvæmt nýútgefinni reglugerð  koma 1.762 tonn af úthafskarfa til úthlutunar til íslenskra skipa á grundvelli aflahlutdeildar. 5,3% ert dregin frá úthlutuninni og er frádráttur því að þessu 99 tonn. Eftir tilfærslu frá síðasta ári nemur úthlutunin 1.854 tonnum.

Átján skip fá úthlutað veiðiheimildum, en þar sem um mjög takmarkaðar aflaheimildir er að ræða, kemur lítið í hlut hvers skips. Mestar heimildir fær Björg EA, 330 tonn. Næstur kemur Arnar HU með 305 tonn. Tvö önnur skip eru með meira en 200 tonn, en það eru Höfrungur III AK með 251 tonn og Helga María AK með 213. Ljóst er því að fá skip muni sækja þessar heimildir og mikið verður flutt milli skipa.

Á síðasta ári nýttu fjögur skip sér þessar heimildir. Mestan afla tók Örfirisey RE, 583 tonn. Næst kom Vigri RE með 276 tonn, þá Arnar HU með 219 tonn og loks Björg EA með 60 tonn.

 

Deila: