Þorskverð rýkur upp

Deila:

Þorskverð hefur snarhækkað í byrjun þessarar viku en afar takmarkað framboð er á þorski á mörkuðum. Meðalverð á slægðum þorski í gær var 546 krónur og hefur ekki verið hærra síðan 14. febrúar síðastliðinn. Það er ríflega 100 krónum hærra en meðalverð í júlí þegar strandveiðar voru enn í gangi.

Stór þorskur, 8 kg og yfir seldist á 722 kónur á mörkuðum í gær.

Fiskverkendur hafa lýst því yfir að eftirspurn eftir þorski sé mun meiri en framboðið.

Aðeins um 11 þúsund tonn eru eftir af úthlutuðu aflamarki í þorski.

Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september.

 

Deila: