Heiðrún heggur í strandveiðar

Deila:

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútegi, SFS, skrifar grein á Vísi í dag þar sem hún tíundar vankanta strandveiða. Í greininni rekur hún að nú sé sá árstími þar sem strandveiðimenn fara fram á meiri kvóta. Það sé árviss viðburður þrátt fyrir að aldrei hafi hærra hlutfalli aflaheimilda í þorski verið ráðstafað til veiðanna. Hún segir að gjalda beri mikinn varhug til þeirra krafna.

Í fyrsta lagi vegna þess að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið byggi á aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimildum. Kerfinu hafi verið komið á til að tryggja sjálfbærni og hámarka verðmæta úr auðlindinni. „Kerfinu var komið á til að tryggja sjálfbærni og hámörkun verðmæta úr sjávarauðlindinni. Með þeim hætti hefur tekist að tryggja myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi. Strandveiðar eru frávik frá þessari meginreglu og einkenni fiskveiðistjórnunarkerfisins. Með strandveiðum er verið að fjölga fiskiskipum, þrátt fyrir að fiskum í sjónum sé síst að fjölga,” skrifar hún.

Heiðrún Lind nefnir hins vegar ekki þá óánægju sem ríkir um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi og þá staðreynd að arðurinn af auðlindinni hefur að megninu til safnast á fáar hendur. Á dögunum birtist í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands yfirgænfandi stuðningur við auknar strandveiðar.

Heiðrún rekur að umfang veiðanna hafi vaxið í gegn um árin þrátt fyrir að dregið hafi úr aflaheimildum í þorski. Hún segir að í kröfu um aukinn kvóta felist að taka þurfi kvóta af öðrum. Hún segir jafnframt að strandveiðar séu áhugamál og að afkoma þeirra sé slæm en bent hefur verið á að því mætti breyta ef aflaheimildir til strandveiðar verða auknar þannig að veiðarnar standi yfir lengra tímabil.

Greinina í heild má lesa hér.

Deila: