Íslendingar vilja auknar strandveiðar

Deila:

Yfirgnæfandi stuðningur við auknar strandveiðar birtist í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Auðlindina okkar. Alls 72,3% þátttakenda í könnuinni vilja að hærra hlutfall heildarkvóta renni til strandveiða. Aðeins 6,1% telja að hlutfallið eigi að vera lægra en það er nú. Könnunin hefur verið birt á vef Stjórnarráðsins.

Spurningakönnunin var liður í stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar og var ætlað að fá skýrar vísbendingar um viðhorf almennings til aðskilinna þátta íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Svarendur í könnuninni voru 1.133 og var úrtakið lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til að samsetning þjóðarinnar yrði sem best endurspegluð.

Einnig var spurt hver ættu að vera helstu markmið strandveiða. Flestir nefndu að strandveiðar ættu að stuðla að jákvæðari byggðaþróun (25,7%) og að veita ætti öllum sanngjarnan aðgang að auðlindinni (21,2%).

Jafnframt var spurt um afstöðu fólks til byggðakvóta. Niðurstöður má sjá hér að neðan.

Deila: