Flestir telja íslenskan sjávarútveg spilltan

Deila:

Aukið gegnsæi í eignarhaldi á kvóta hækkun veiðigjalda svo meira renni til samfélagsins og ákvæði í stjórnarskrá um að fiskurinn sé í eigu þjóðarinnar eru þau þrjú atriði sem oftast voru nefnd í könnun Félagsvísindastofnunar um það sem stuðlað gæti að aukinni sátt um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur skilað könnun til matvælaráðuneytisins um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Spurningakönnunin var liður í stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar og var ætlað að fá skýrar vísbendingar um viðhorf almennings til aðskilinna þátta íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Svarendur í könnuninni voru 1.133 og var úrtakið lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til að samsetning þjóðarinnar yrði sem best endurspegluð.

Könnunin var afar umfangsmikil en ríflega 5.000 manns svöruðu könnuninni, sem inniheldur fjölmargar spurningar.

Í könnuninni voru þátttakendur meðal annars beðnir að raða íslenskum sjávarútvegi á skalann 1-7 þar sem 1 stendur fyrir spilltur og 7 stendur fyrir heiðarlegur. Athygli vekur að yfirgnæfandi meirihluti svarenda hallast að því að íslenskur sjávarútvegur sé spilltur.

Deila: