Millifærslum hafnað
Fiskistofa hefur synjað fjölmörgum beiðnum um millifærslur í makríl þar sem jöfn skipti á makríl og botnfiski komu við sögu.
Stofnunin telur að flutningur sé óheimill þegar útgerð krókaaflamarksbáts sem hefur makrílheimildir í A-flokki hyggst láta af hendi heimildir í botnfiski í krókaaflamarki í skiptum fyrir makríl til aflamarksskips sem býr yfir makrílheimildum í B-flokki.
Fiskistofa hefur enn til skoðunar fjölmargar óafgreiddar og óstaðfestar beiðnir um millifærslur í makríl og mun taka afstöðu til þeirra á næstu dögum.