7,5 milljónir sjófugla við Ísland

Deila:

Ef búsvæði fuglategundar hverfur hreinlega eða rýrnar verulega þá geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Það gæti orðið mikil fækkun í tegundinni eða hún jafnvel dáið út.
Sjófuglar sem dvelja mestan hluta æfi sinnar á sjó koma í land til að verpa og hópast þá gjarnan saman í byggðir. Sjófuglabyggðir við strönd Íslands eru með þeim stærstu í heiminum og áætlar Náttúrufræðistofnun Íslands á vef sínum (2019) að á Íslandi verpi um 10 milljón fuglapör og að​ 7,5 milljón þeirra séu sjófuglar​.

Fuglavernd hefur tekið saman upplýsingar um 37 sjófuglabyggðir við Ísland því búsvæðavernd er ein af meginstoðum í
stefnu og starfi Fuglaverndar. Þessar sjófuglabyggðir eru öll alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði (IBA svæði) oftast vegna fjölda þeirra sjófugla sem reiða sig á þau.
Fuglavernd hefur einnig það hlutverk að halda utanum og skrá alþjóðlegra mikilvægfuglasvæði (IBA) á Íslandi fyrir hönd Birdlife International en um þessar mundir eru ​99 IBAsvæði​ skráð.

Ábyrgðartegundir

Þegar stór hluti heims- eða evrópustofns ákveðinnar fuglategundar verpir við strendur Íslands eða hefur hér viðkomu á leið sinni til eða frá varpstöðvum, þá kallast sú fuglategundábyrgðartegund. Það eru fuglategundir sem byggja að mestu leyti afkomu sína á veru sinni
hér þó þær dvelji annarsstaðar stóran hluta ársins. Þessi skilgreining á ábyrgðartegundum á við um flesta sjófuglanna okkar.
Þeir sjófuglar sem teljast til að mynda til ábyrgðartegunda okkar Íslendinga eru: ​Fýll, rita, langvía, stuttnefja, álka, súla, lundi, skrofa, stormsvala, sjósvala, toppskarfur, æður, teista, kjói, skúmur, hvítmáfur, svartbakur og kría.​ Þessi upptalning miðar við að a.m.k.
20% af evrópustofni þessara tegunda verpi hér eða komi hér við á ferðum sínum.

Sjófuglabyggðir við Ísland – vefurinn

 

Vefurinn ​Sjófuglabyggðir við Ísland​ sýnir á korti staðsetningu byggðarinnar og farið er réttsælis hringinn í kringum landið. Byrjað er við Látrabjarg sem er eitt stærsta fuglabjarg heims. Hverju svæði er lýst með mynd og texta. Þá er fjallað um fuglategundir svæðisins,
farið yfir stöðu tegundanna á ​válista fugla á Íslandi​, vernd svæðisins og nytjar og loks eru tenglar á ​IBA skrá BirdLife International fyrir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði​ sem og tengill á
skrá Náttúrufræðistofnunar Íslands um mikilvæg fuglasvæði​.

Markmið vefsins er vera ítarefni fyrir kennslu og fræðslu, fyrir öll skólastig og almenningsfræðslu. Valin var myndræn framsetning og byggt er á gögnum færustu vísindamanna okkar.
Sjófuglabyggðir við Ísland er aðgengilegur gegnum vef Fuglaverndar:
https://fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/

Um Fuglavernd

 

Fuglavernd eru frjáls félagasamtök um verndun fugla og búsvæði þeirra. Fuglavernd telur
um 1300 félagsmenn. Fuglavernd er aðili að samtökunum BirdLife International sem vinna að verndun fugla og náttúru í 120 löndum.

Deila: