Færeyingar með 5.386 tonn af þorski hér við land

Deila:

Færeyskir línubátar hafa á tíu fyrstu mánuðum ársins veidd  5.386 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er aðeins meiri afli en í fyrra sem var 5.230 tonn. Þorskaflinn er orðinn 2.268 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 1.678 tonn. Þess má geta að heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu er nú 2.400 tonn. Færeysku skipin hafa því nýtt 94,5% af aflaheimildum í tegundinni á yfirstandandi ári. Af öðrum tegundum má nefna að færeyskir bátar veiddu 1.292 tonn af ýsu og 828 tonn af löngu á nýliðnu ári.

Aflahæsti færeyski báturinn í bolfiski á yfirstandandi vertíð er Klakkur með 762 tonn og því næst Eivind með 671 tonn en alls hafa þrettán færeyskir línubátar komið til veiða í íslenskri landhelgi á árinu.

Loðnuafli færeyskra skipa á árinu er 15.021 tonn.

Norskir bátar veiddu 2.411 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð, þar af 244 tonn af löngu og 216 tonn. Af keilu. Loðnuafli norskra skipa er 60.382 tonn.  Þá veiddu grænlensk skip 27.368 tonn af loðnu.

 

Deila: