Fullfermi hjá Bergi: Þorskur, ýsa og ufsi

Deila:

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Eyjum í gær að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar en skipið hefur legið við bryggju síðastliðinn mánuð. Aflinn var aðallega þorskur, ýsa og ufsi.

Haft er eftir Jóni Valgeirssyni skipstjóra að aflinn hafi fengist austur á Papagrunni. Þangað var 18 tíma stíma hvora leið. „Þarna vorum við að veiðum í bongóblíðu og þarna virðist vera mikið líf. Fiskurinn er í síld á þessum slóðum. Það eru ekki mörg skip að veiðum núna því margir eru komnir í þrot með kvóta. Við förum út aftur annað kvöld og þá er stefnan að reyna við karfa,“ er haft eftir Jóni.

Deila: