Strandveiðiafli veitir rétt til VS-afla

Deila:

Landssbamband smábátaeigenda greinir frá því á vef sínum að strandveiðiafli veiti rétt til VS-afla. Sambandið segist hafa fengið fjölda fyrirspurna um þetta. Fram kemur að VS-aflaheimild gildi fyrir hvern ársfjórðung. Aðeins sé nú heimilt til loka fiskveiðiársins að nýta afla sem veiðist frá 1. júní síðastliðinn.

Tekið er dæmi um bát sem veiddi 10 tonn af þorski frá 1. júní. Það veitir viðkomandi rétt til að landa 500 kg sem VS-afla. Hér má fletta upp VS-stöðu. Slegið er inn skipaskrárnúmer, ýtt á VS-afli og tímabilið júní-ágúst valið.
Sá sem landar VS-afla fær 20% af andvirði hans á markaði greitt.
Deila: