Júllar í 50 ár

Deila:

Skipsnafnið Júlíus Geirmundsson ÍS 270 hefur nú verið samfleytt í hálfa öld og fjögur skip borið það hingað til. Fyrsta skipið með þessu nafni kom til heimahafnar á Ísafirði þann 2. mars 1967 eða fyrir sléttum fimmtíu árum. Lauslega áætlað hafa þessi fjögur skip borið að landi rúmlega 200 þúsund tonn af fiski.

Skipsnafnið Júlíus Geirmundsson ÍS 270 hefur nú verið samfleytt við lýði í hálfa öld og fjögur skip borið það hingað til. Fyrsta skipið með þessu nafni kom til heimahafnar á Ísafirði þann 2. mars 1967 eða fyrir fimmtíu árum. Í samantekt Kristjáns G. Jóhannssonar, stjórnarformanns Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. kemur fram að lauslega áætlað hafa þessi fjögur skip að borið landi að landi rúmlega 200 þúsund tonn af fiski.

Fyrsta skipið var smíðað í Boizenburg í Austur-Þýskalandi. Fimm árum síðar kom næsta skip, sem var 407 lesta skuttogari sem var byggður í Flekkefjord í Noregi. Þriðja skipið sem bar nafnið Júlíus Geirmundsson ÍS 270 var 497 tonna skuttogari, sem fyrst kom til heimahafnar á Ísafirði 15. júní 1979. Tíu árum síðar kom núverandi Júlíus til Ísafjarðar og fyrsti flakafrystitogarinn en hann var smíðaður í Stettin í Póllandi.

► Samantekt um Júllana fjóra

 

Deila: