Hlutdeildir og aflamark í hlýra

Deila:

Fiskistofa úthlutaði til bráðabirgða 80% aflamarks í hlýra á grundvelli hlutdeilda við upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs. Í vikunni 22. til 26. október mun Fiskistofa póstleggja tilkynningar til viðkomandi útgerða um heildarúthlutun í hlýra og birta hlutdeildir og aflamark í  hlýra á vef stofnunarinnar.
Samkvæmt bráðabirgða úthlutuninni er ljóst að línuskip eru þar efst á lista, en lítið kemur í hlut hvers og eins. Skip sem fá meiri úthlutun en 20 tonn, eru tvö af Snæfellsnesi en sex úr Grindavík. Þessi skip eru: Tjaldur SH með 36,3 tonn, Sighvatur GK með 33,9 tonn, Valdimar GK með 20,7 tonn, Hrafn GK 29,8 tonn, Sturla GK með 28,7 tonn, Jóhanna Gísladóttir með 27,8 tonn, Páll Jónsson GK með 22,6 og Rifsnes SH með 21 tonn.

Hér má sjá lista yfir hlutdeild og aflamark einstakra skipa eins og heildarúthlutunin í hlýra lítur út – listinn er birtur með fyrirvara um breytingar sem kynnu að eiga sér stað.

Hlutdeildir og úthlutun aflamarks í hlýra

 

Deila: