Sérstakt kynningarblað Sjávarútvegsráðstefnunnar

Deila:

Sjávarútvegsráðstefnan gefur nú út sérstakt kynningarblað með dagskrá ráðstefnunnar, lýsing á málstofum, greinum tengdum málstofum, ásamt ýmsu öðru efni sem tengist ráðstefnunni. Vonast er til að Kynningarblað Sjávarútvegs-ráðstefnunnar 2018 verði áhugaverð lesning um það sem tekið verður fyrir, vekja athygli og áhuga á ráðstefnunni. Athugið að skjalið er 14 MB og getur því tekið allnokkurn tíma að niðurhala því.

Meðal þess sem nefna má á ráðstefnunni er málstofan Staða og þróun á mikilvægustu bolfiskmörkuðum:

Fjallað verður um stöðu og þróun á nokkrum af okkar mikilvægustu bolfiskmörkuðum. Farið verður yfir þróun á landfrystum, sjófrystum og ferskum afurðum og þær áskoranir sem fram undan eru. Rætt verður um þróun markaða með tilliti til dreifingar afurða og val á pakkningum sem og skiptinguna á milli ferskra og frosinna afurða. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í neytendahegðun og vörusamsetningu sem íslenskir framleiðendur þurfa að taka tillit til og hvaða erlendu tegundir eru í mestri samkeppni við þær íslensku?

Sjávarútvegsráðstefnan 2018 verður haldin í Hörpu dagana 15.-16. nóvember.

Deila: