Aflahæsti báturinn með 70 tonn

Deila:

Grásleppuvertíð lýkur á morgun, 12. ágúst, á öllum svæðum nema innanverðum Breiðafirði. Þar er veitt til 31. ágúst. Á vef Fiskistofu segir að upphaflega hafi leyfi verið gefið til 25 daga en síðan hafi þeim verið fjölgað upp í 35 og svo 45.

Gefin voru út 174 grásleppuveiðileyfi á árinu og heildaraflinn nemi 3.800 tonnum. Grásleppu var landað á 35 stðum um landið.

Aflahæstu hafnir voru:

  • Stykkishólmur með 760 tonn

  • Drangsnes með 340 tonn

  • Patreksfjörður með 240 tonn

Aflahæstu bátarnir voru:

  • Fjóla SH – 7 (2070) með rúmlega 70 tonn

  • Magnús HU – 23 (2813) með rúmlega 68 tonn

  • Sigurey ST -22 (1774) með rúmlega 67 tonn.

Deila: