Brim kaupir 34% í HB Granda
Útgerðarfyrirtækið Brim hf. hefur gert samning um kaup á öllum hlutabréfum Vogunar hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. í HB Granda hf.
Vogun hf. á tæplega 611 milljón hluti (33.51%) í HB Granda hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. rúma 9 milljón hluti (0,50%). Með samningi þessum verður eignarhlutur Brims hf. 34,1% og verður félagið stærsti hluthafi í HB Granda hf. Kaupverðið er 35 krónur á hlut.