Mestur afli á íbúa í Færeyjum

Deila:

Árið 2017 veiddu Rússar um 4,9 milljónir tonna eða sem nemur 33% af fiskveiðum í Evrópu. Hlutdeild Rússlands í veiðum í Evrópu hefur minnkað frá árinu 1990 en þá voru veiðar Rússa rúmlega 7 milljónir tonna og um 37% af veiðum í Evrópu.
Á eftir Rússlandi kemur svo Noregur, Ísland, Spánn og Danmörk en fiskveiðar þessara fimm stærstu fiskveiðiþjóða Evrópu námu um 10 milljónum tonna á árinu 2017 eða um 69% af heildarveiðum í Evrópu.
Ísland var þriðja stærsta fiskveiðiþjóð Evrópu m.v. árið 2017 með um 8% hlutdeild af heildarveiðum í Evrópu.
Þegar veiði Evrópulandanna er skoðuð með hliðsjón af fjölda íbúa veiðir Ísland mest á hvern íbúa næst á eftir Færeyingum eða um 3,4 tonn á mann.

Úr skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg.

Deila: