„Líður best með fólkinu mínu”

Deila:

Árdís Sigurðardóttir er maður vikunnar á Kvótanum í dag. Hún er verkstjóri hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði. Hún segir skrítið hafi verið að vera boðin í veislu hjá japönskum eftirlitsmönnum á loðnuvertíð fyrir margt löngu. Bara loðna í matinn.

Nafn?

Árdís Sigurðardóttir.

Hvaðan ertu?

Af Fljótsdalshéraði, nánar tiltekið Eiðaþinghá.
Fjölskylduhagir?

Gift Stefáni P. Jónssyni og eigum við 3 börn Hann átti svo 1 son fyrir og við eigum 1 fósturdóttir. Ég segi stundum að ég eigi 3-5 börn. Barnabörnin eru 6.

Hvar starfar þú núna?

Verkstjóri hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Var veturinn ´¨73 fyrst en byrjaði síðan 84 og hef verið síðan, fyrst í hálfu starfi.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Að fylgjast með tækniþróun sem orðið hefur og líka að vinna með mörgu fólki og kynnast ólíkum einstaklingum.
En það erfiðasta?

Það er erfitt að standa 8-10 tíma án mikilla möguleika á hreyfingu og snyrta fisk. Það er líka erfitt að sjá á eftir samferðafólki oft til margra ára, út af vinnumarkaði vegna aldurs eða veikinda.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Líklega að vera boðið í mat hjá japönskum eftirlitsmönnum á loðnuvertíð fyrir margt löngu og í matinn var steikt loðna, reykt loðna, þurrkuð loðna og marineruð loðna og hrísgrjón. Ég borðaði ekki mikið.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir en fyrst upp í hugann koma Olga Jónsdóttir og Guðmundur Karl Jónsson.
Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan og ferðalög.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Ég er mikil matmanneskja og finnst flestur matur góður.

Hvert færir þú í draumfríið?

Á ekkert draumafrí, líður best með fólkinu mínu hvar sem er.

 

 

Deila: