HB Grandi með 12.405 tonna þorskkvóta

Deila:

Aflamark skipa HB Granda á nýhöfnu fiskveiðiári er samtals um 35.620 tonn ef miðað er við þorskígildi en um 46.100 tonn ef miðað er við úthlutun í einstökum tegundum. Þetta samsvarar um 9,5% af heildarkvótanum.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr úthlutun Fiskistofu á aflaheimildum fyrir fiskveiðiárið 2017/18 en vert er að taka fram að umrædd úthlutun tekur aðeins til botnfisks og íslenskrar sumargotssíldar sem úthlutað er innan fiskveiðiársins. Kvótum í deilistofnum, s.s. norsk-íslenskri síld, makríl, kolmunna, loðnu og úthafskarfa er úthlutað sérstaklega og hið sama á við um  veiðiheimildir á þorski í Barentshafi.

Nánar er hægt að sjá úthlutun veiðiheimilda til HB Granda í meðfylgjandi töflu:

Úthlutun tonn
2017/18 2016/17 Mismunur
Botnfiskur
Þorskur 12.405 10.674 1.731
Ýsa 2.187 1.894 293
Ufsi 8.915 7.939 975
Gullkarfi 11.872 12.630 (758)
Djúpkarfi 2.816 3.988 (1.171)
Grálúða 953 1.553 (600)
Gulllax 2.170 2.438 (268)
Aðrar tegundir innan kvóta 1.308 1.326 (18)
42.626 42.441 185
Uppsjávarfiskur
Síld 3.512 6.700 (3.188)

 

Deila: