HB Grandi með 12.405 tonna þorskkvóta
Aflamark skipa HB Granda á nýhöfnu fiskveiðiári er samtals um 35.620 tonn ef miðað er við þorskígildi en um 46.100 tonn ef miðað er við úthlutun í einstökum tegundum. Þetta samsvarar um 9,5% af heildarkvótanum.
Þetta er meðal þess sem lesa má úr úthlutun Fiskistofu á aflaheimildum fyrir fiskveiðiárið 2017/18 en vert er að taka fram að umrædd úthlutun tekur aðeins til botnfisks og íslenskrar sumargotssíldar sem úthlutað er innan fiskveiðiársins. Kvótum í deilistofnum, s.s. norsk-íslenskri síld, makríl, kolmunna, loðnu og úthafskarfa er úthlutað sérstaklega og hið sama á við um veiðiheimildir á þorski í Barentshafi.
Nánar er hægt að sjá úthlutun veiðiheimilda til HB Granda í meðfylgjandi töflu:
Úthlutun tonn | |||||
2017/18 | 2016/17 | Mismunur | |||
Botnfiskur | |||||
Þorskur | 12.405 | 10.674 | 1.731 | ||
Ýsa | 2.187 | 1.894 | 293 | ||
Ufsi | 8.915 | 7.939 | 975 | ||
Gullkarfi | 11.872 | 12.630 | (758) | ||
Djúpkarfi | 2.816 | 3.988 | (1.171) | ||
Grálúða | 953 | 1.553 | (600) | ||
Gulllax | 2.170 | 2.438 | (268) | ||
Aðrar tegundir innan kvóta | 1.308 | 1.326 | (18) | ||
42.626 | 42.441 | 185 | |||
Uppsjávarfiskur | |||||
Síld | 3.512 | 6.700 | (3.188) | ||