Auglýst eftir leyfum til krabbaveiða
Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um 3 leyfi til veiða á kröbbum í Faxaflóa fiskveiðiárin 2017/2018, 2018/2019, 2019/2020 samanber reglugerð um veiðar á kröbbum í innanverðum Faxaflóa.
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu í gegnum Ugga, upplýsingagátt Fiskistofu. Skulu umsóknum fylgja upplýsingar um fyrri veiðar á kröbbum, hvar veiðar eru fyrirhugaðar og gerð gildra.
Umsóknarfrestur er frá og með 2. september til og með 16. september 2017