Úttekt á stöðu strandveiða

Deila:

Nú stendur yfir úttekt á stöðu strandveiða. Sjávarútvegsráðuneytið fól Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri verkefnið sem nú stendur  yfir. Í bréfi sem útgerðir strandveiðibáta hafa fengið sent segir m.a. eftirfarandi:

„Í ljósi þess að meiri reynsla er komin á veiðarnar og breytingar hafa orðið í rekstri útgerðar á síðustu árum er mikilvægt að kanna stöðu strandveiða árið 2017.“

„LS hvetur strandveiðimenn að taka þátt í könnunni.  Mikilvægt er að sem flestir svari til að marktæk niðurstaða fáist. Eins og áður sagði stendur könnunin nú yfir og lýkur á miðnætti miðvikudaginn 6. september.

Í könnunni geta smábátaeigendur komið á framfæri sjónarmiðum sínum um veiðarnar.  T.d. er spurt um álit viðkomandi um hvernig eigi að hafa veiðarnar á næstu árum.  Hvort banndagar eigi að vera með öðrum hætti en á föstudögum, laugardögum og sunnudögum? Í hvaða mánuði veiðarnar eigi að hefjast? Hvað hægt er að gera til að þjóna byggðunum betur með strandveiðum?

Í samtali við aðila sem búinn er að svara könnunni sagðist hann binda vonir við hana til breytinga á kerfinu og vera kærkomið tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.  Hann sagðist t.d. hafa bent á leið til að fá meiri nýliðun í sjávarútvegi gegnum kerfið.  Tillaga hans er að þeir sem hefðu með sér nýliða yngri en 20 ára fengju að auka skammtinn um t.d. 100 kg.,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda,

 

Deila: