Mikið af makríl við Færeyjar

Deila:

Færeyska uppsjávarskipið Borgarin landaði 800 tonnum af makríl Í kollafirði í Færeyjum á sunnudag.

Skipið hefur verið að veiðum innan lögsögu Færeyja og hafa veiðarnar gengið vel. Aflanum var landað til vinnslu hjá Faroe Pelagic. Borgarin hélt til veiða á ný strax að lokinni löndun.

Høgaberg, kom líka til til Kollafjarðar á sunnudag með 350 tonn til vinnslu. Mikið hefur verið að sjá af makríl við Færeyjar og er hann stór og góður.

 

Deila: