Fjölmörg verðlaun veitt
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt nú í sjöunda skipti á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Voru verðlaun veitt fyrir fjölmarga þætti, eins og afburða frammistöðu í sjávarútvegi og fyrir nýjungar og sýningarbása á sýningunni sem nú stendur yfir. Hér fer á eftir listi yfir verðlaunahafana í ár:
Sýningarverðlaun
Besta nýjungin á sýningunni
Fiskevegn AS
Beitingarvélin VestTek er sögð vera „týndi hlekkurinn“ í línuveiðum, mitt á milli handfæraveiða og stórvirkra beitingarvéla. Vélin er sniðin að 5000-8000 önglum, tekur lítið pláss um borð í skipi og er einstaklega skilvirk.
Besti sýningarbásinn, að 50 fm2
Cemre Shipyard
Tyrkneska skipasmíðastöð sem hefur undanfarið smíðað fjóra togara fyrir íslenskar útgerðir, þrjú fyrir ÚA og Samherja og eitt fyrir FISK Seafood eitt.
Besti sýningarbásinn, yfir 50 fm2
Egersund Islands
Leiðandi fyrirtæki á sviði sölu, veiðarfæragerðar og viðgerða á flottrollum og nótum.
Besti lands-, svæðis- eða hópbásinn
Danish Fish Tech Group
Stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Danmörku og þjónustar útgerðir, fiskvinnslustöðvar og fiskeldisstöðvar um heim allan.
Starfsgreinarverðlaun
Framúrskarandi íslenskur skipstjóri
Guðmundur Þ. Jónsson er einn af reyndustu og farsælustu skipstjórum íslenska flotans. Hann hefur um árabil verið skipstjóri á fjölveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA sem hefur árum saman skilað mestu aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa.
Framúrskarandi íslensk útgerð
Rammi hf.
Rammi hf. er ein af öflugustu útgerðum landsins. Nýr frystitogari fyrirtækisins, Sólberg ÓF, sem afhentur var á þessu ári, markar tímamót í sögu frystitogaraútgerðar á Íslandi.
Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla
Samherji
Samherji hf. er í fremstu röð í tækniþróun í fiskvinnslu á Íslandi og hefur nú stígið enn eitt skrefið á þeirri braut með fjárfestingu í fullkomnu hátæknifrystihúsi á Dalvík.
Framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs
Arthur Bogason
Arthur Bogason var aðalhvatamaðurinn að stofnun Landssambands smábátaeigenda fyrir röskum þremur áratugum og formaður þess allt til ársins 2013. Með tilkomu landssambandsins varð ósamstæður hópur trillukarla að öflugri stétt smábátaeigenda sem sótt hefur réttindi sín af festu.
Alþjóðleg verðlaun
Atorka á sjó – stórfyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn
Thyborøn Trawldoor
Fyrirtækið hefur framleitt hina vel þekktu bláu toghlera í dönsku hafnarborginni Thyborøn í hálfa öld. Markverður árangur á þeirri vegferð er framlag fyrirtækisins til þróunar á botnvörpuveiðum með botnhlerum af gerðinni 14VF sem dregnir eru ofan við sjávarbotninn og síðar hönnun alhliða hlera af gerðinni Flipper og Bluestream.
Atorka á sjó – Lítið fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn
Hönnunarfyrirtækið Skipasýn hefur verið í fremstu röð við að innleiða nýjungar í skipahönnun. Nýjustu dæmin um það eru togararnir Breki og Páll Pálsson sem búnir eru byltingarkenndri ofurskrúfu sem hefur í för með sér áður óþekktan orkusparnað.
Fiskvinnsla – verðmætasköpun
Stórt fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn
Skaginn 3X er í fararbroddi í þróun margvíslegra kerfa sem snúa að fiskvinnslu og fiskmeðhöndlun á sjó og landi. Meðal nýjunga má nefna varðveislu fisks í lestum ferskfisktogara þar sem ekki er lengur þörf fyrir ís sem kælimiðil.
Fiskvinnsla – verðmætasköpun
Lítið fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn
Curio hefur þróað margvísleg fiskvinnslutæki, þeirra á meðal er nýjung í flökunartækni sem leiðir til aukinnar nýtingar. Fyrirtækið er einnig með umsvif á útflutningsmörkuðum og hefur stofnað útibú í Bretlandi.
Snjall-verðlaun
Vónin
Færeyski veiðarfæraframleiðandinn Vónin hefur þróað búnað, the Flyer, sem lyftir höfuðlínu trolls og getur því komið í stað hefðbundinna trollkúlna. Búnaðurinn hamlar þannig gegn plastmengun í sjó og er því umhverfisvænn.
Framlag til þróunar flotans (skipasmíðastöð/hönnuður/útgerð)
Skipatækni
Íslenska skipahönnunarfyrirtækið Skipatækni á heiðurinn að byltingarkenndri hönnun fjögurra nýrra togara sem smíðaðir voru í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi fyrir Samherja og FISK- Seafood.
Framúrskarandi framlag á heildina séð (valinn úr hópi ofangreindra verðlaunahafa)
Skipahönnunarfyrirtækið Skipatækni og Bárður Hafsteinsson stofnandi þess hafa komið að hönnun margra farsælustu og endingarbestu fiskiskipa íslenska flotans. Þróun hans á nýrri lögun á stefni fiskiskipa á sér þrjátíu ára sögu. Verðlaunin eru veitt bæði fyrir frumkvöðlastarf hans í skipahönnun og langan árangursríkan feril á þessu sviði.