Afburðamenn í íslenskum sjávarútvegi heiðraðir

Deila:

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt í Gerðarsafni í gærkvöldi að viðstöddum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ármanni Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, verðlaunahöfum og öðrum boðsgestum.

Á meðal þeirra sem heiðraðir voru með verðlaunum eru þrír landsþekktir afburðamenn í íslenskum sjávarútvegi, hver á sínu sviði, þeir Bárður Hafsteinsson, stofnandi Skipatækni sem hannað hefur marga farsælustu og endingarbestu fiskiskipa íslenska flotans,  Arthúr Bogason, fyrrum formaður Landssambands smábátaeiganda, og  Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri Vilhelms Þorsteinssonar EA, einn af reyndustu og farsælustu skipstjórum íslenska flotans.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1999 til þess að heiðra afburði og vekja athygli á því besta á sviði fiskveiða, bæði á Íslandi og alþjóðlega, og virðing þeirra eykst stöðugt. Það er litið á það sem mikið hrós að hljóta Íslensku sjávarútvegsverðlaunin svo keppnin er hörð um þessa eftirsóttu nafnbót til kynningar á fyrirtækjum og framleiðslu. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin hafa lengi verið hápunktur hverrar IceFish-sýningar.

Verðlaunin voru veitt nú í sjöunda skipti og eru þau í boði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Kópvogsbæjar. Verðlaunin voru að þessu sinni styrkt af Landsbankanum, Vónin og Bureau Veritas. Dómnefnd undir forystu Guðjóns Einarssonar, fyrrum ritstjóra Fiskifrétta, og Quentin Bates, ritstjóra breska sjávarútvegstímaritsins World Fishing & Aquaculture, valdi verðlaunahafana.

 

Deila: