Sækja um eldisleyfi fyrir geldfisk
Fiskeldi Austfjarða áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu úr 11 þúsund tonnum í 21 þúsund tonn í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið metur erfðablöndun við villtan lax ólíklega. Þetta kemur fram í frummati á umhverfisáhrifum, sem fyrirtækið hefur lagt fram. Þetta er fyrsta tilkynnta framleiðsluaukningin í laxeldi sem kemur fram eftir að áhættumat Hafrannsóknastofnunar kom fram.
Áætlanir fyrirtækisins taka mið af áhættumatinu og í fyrsta skipti í sögu íslensks laxeldis er sótt um eldi á geldfiski.
Í Berufirði er áætlað að ala 6.000 tonn af frjóum laxi og 4.000 tonn af geldlaxi. Í Fáskrúðsfirði verða alin 6.000 tonn af frjóum laxi og 5.000 tonn af geldlaxi.
Eins og kunnugt er lagðist Hafrannsóknastofnun gegn laxeldi í Ísafjaðrardjúpi í samræmi við niðurstöðu áhættumatsins. Það á hins vegar ekki við um eldi á geldfiski.
Frétt af bb.is