Mikið um erlendar sendinefndir í heimsókn til HB Granda

Deila:

Mikið var um heimsóknir til HB Granda í síðust viku, en þá komu þrír hópar í heimsókn til HB Granda m.a. í tengslum við Hringborð Norðurslóðanna -Arctic Circle sem haldið var dagana 13.-15. Október samkvæmt frétt frá Hb Granda.

Rúmlega tuttugu manna sendinefnd frá Portúgal kom í upphafi vikunnar. Hópurinn var á vegum Rannís, en kom til Íslands til að kynna sér íslenskan sjávarútveg í breiðum skilningi ásamt því að leita af samstarfsaðilum í verkefni á öllum sviðum nýtingu sjávar, svo sem  í rannsóknir, nýsköpun, fiskveiðar, fiskvinnslu og sölu afurða.

Á fimmtudag kom sendinefnd í tengslum við Arctic Circle í  heimsókn í Norðurgarð. Hópurinn var einnig fjölmennur og fékk hann góða kynningu á félaginu frá Garðari Svavarssyni, en ásamt honum hélt Sturlaugur Sturlaugsson frá Skaganum 3X kynningu á þeirra starfi og Runólfur Viðar Guðmundsson frá Brim hf ræddi um íslenskan sjávarútveg og veiðar við Grænland.

Sendinefndin fer fyrir smáríkjum í Kyrrahafi þar sem fiskveiðar innan þeirra lögsögu eru aðallega í höndum erlendra útgerða.  Áhugi þeirra var því mikill á að sjá hvernig Ísland, sem var áður lítil og fátæk þjóð, byggði upp þennan atvinnuveg og hvernig félög eins og HB Grandi, Skaginn 3X og Brim hf hafa vaxið frá grunni í gegnum árin og er það von okkar að kynningarnar hafi náð að sýna hvað er hægt að stefna á fyrir þessi smáríki.

Vikunni lauk síðan á heimsókn danska sjávarútvegsráðherrans, Karen Ellemann og sendinefndar á hennar vegum, sem kom einnig til að kynna sér íslenskan sjávarútveg, fiskveiðistjórnunarkerfið og starfsemi HB Granda.

Deila: