Takmarkanir á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu

Deila:

Að gefnu tilefni minnir Fiskistofa á  að í reglugerð um togveiðar á kolmunna árið 2017 er m.a. eftirfarandi tekið fram:

Af leyfilegum heildarafla er einungis heimilt að veiða 218.000 lestir í lögsögu Færeyja. Þannig takmarkast það magn sem hvert skip má veiða í lögsögu Færeyja við 82,5% af aflamarki skipsins í kolmunna.

Fiskistofa hvetur  útgerðir og skipstjórnarmenn að huga vel að aflastöðunni í kolmunna hjá sér og tryggja að veiðin í færeyskri lögsögu fari ekki umfram 82,5% aflaheimildanna.

Deila: