HB Grandi kaupir Blámar

Deila:

HB Grandi hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Blámars ehf. á 60 milljónir króna. Blámar hefur sérhæft sig í útflutningi á fiskafurðum í neytendapakkningum og eru kaupin liður í að styrkja markaðsstarf dótturfélaga HB Granda á Akranesi, Norðanfisks og Vignis G. Jónssonar.

Annar tveggja eigenda Blámars, Valdís Fjölnisdóttir, mun starfa áfram hjá Blámar. Valdís mun hafa starfsaðstöðu í húsnæði Norðanfisks að Tangarhöfða 3, Reykjavík.

 

Deila: