Beitir með mest af síld

Deila:

Afli íslenskra skipa af norsk-íslensku síldinni er nú orðinn um 72.000 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Leyfilegur heildarafli er 101.659 tonn og því eru enn óveidd tæplega 30.000 tonn.

18 skip hafa stundað veiðarnar í haust og er Beitir NK þeirra langaflahæstur. Hann er kominn með 8.175 tonn. HB Grandaskipin Venus NS og Víkingur AK eru næst með um 6.500 tonn hvort skip og í þriðja sætinu er Sigurður VE með 5.400 tonn.
Ljósmynd Hákon Ernuson

Deila: