Þorskaflinn yfir 250.000 tonn

Deila:

Á síðasta ári fór þorskafli á Íslandsmiðum í fyrsta skiptið á þessari öld yfir 250 þúsund tonn.  Alls veiddust 250.368 tonn samkvæmt samantekt á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda.  Liðin eru 16 ár frá því meira veiddist, en 1999 skilaði 259.209 tonn.

Á grafinu má sjá þróunina síðastliðna tvo áratugi.   Meðaltalið er 207.555 tonn, minnst veiddist árið 2008 aðeins 144.332 tonn, en mestur var aflinn 1999.

Þorskafli á Íslandsmiðum LS

 

 

Deila: