Rak mink úr móttökunni

Deila:

Súgfirðingurinn Guðrún Oddný Schmidt er maður vikunnar á Kvótanum að þessu sinni. Hún er gæðastjóri í Fiskvinnslunni Íslandssögu á Suðureyri. Það skrýtnasta sem hún hefur lent í í vinnunni var að reka mink út úr móttökunni. Karlarnir horfðu á meðan hún rak kvikindið út.

Nafn?
Guðrún Oddný Schmidt.

Hvaðan ertu?
Fædd og uppalin á Suðureyri.

Fjölskylduhagir?
Gift Ingólfi Þorleifssyni og eigum við tvö börn 16 og 22 ára.

Hvar starfar þú núna?
Gæðastjóri í Fiskvinnslunni Íslandssögu á Suðureyri.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði eins svo margir 14 ára í sumarvinnu en búin að vera í þessu starfi síðan 2007.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Það er enginn dagur eins og alltaf eitthvað nýtt að gerast.

En það erfiðasta?
Það er ekkert sem ég man eftir að hafi verið erfitt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Ætli það sé ekki þegar við fengum mink inn í móttöku hjá okkur. Það endað með að ég rak minkinn út, en tveir karlmenn stóðu fyrir aftan mig sem lögðu ekki í slaginn.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Henrika, pólsk kona sem var hjá okkur í mörg ár. Við getum sagt að hún hafi verið skemmtilega sérstök á margan hátt.

Hver eru áhugamál þín?
Hannyrðir og ferðalög.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Villibráð finnst mér mjög góð.

Hvert færir þú í draumfríið?
Sigling í Karabíska hafinu er á planinu í nánustu framtíð.

 

Deila: