Góð nýliðun þorsks í Barentshafi
Rannsóknaleiðangrar norskra og rússneskra vísindamanna í Barentshafi sýna að mikið er þar að finna af þorskseiðum, en fjöldi seiða af örðum tegundum reyndist í meðallagi. Hins vegar getur ónóg dekkun á rannsóknarsvæðinu þýtt að seiðafjöldinn geti verið vanmetinn. Rússneska rannsóknarskipið Vilnius gat ekki lokið yfirferð sinni í norðlægari hluta hafsins vegna slæms veðurs. Þess vegna geta magnvísitölur fyrir seiði þorsks, ýsu og loðnu verið of lágar.
Leiðangrarnir hófust um miðjan ágúst og lauk í byrjun október í norsku lögsögunni, en innan rússnesku lögsögunnar stóð leiðangurinn til miðs október. Fjögur skip tóku þátt í leiðöngrunum, þrjú frá Noregi og eitt frá Rússlandi.
Þorskur
Nýliðun þorsks í Barentshafi hefur verið góð tvö síðustu árin og síðan 2008 hafa margir sterkir árgangar komnir inn í stofninn. Í leiðöngrum þessa árs varð vart við miklar torfur þorskseiða um miðbik Barentshafsins. Magnvístala ársins er miklu hærri en meðaltali síðustu ár og árgangurinn 2017 telst stór.
Síld
Nýliðun síldar í Barentshafi hefur verið misjöfn síðasta áratuginn. Árið 2004 kom fram metstór árgangur. Síðan þá er það aðeins 2013 árgangurinn sem er talinn sterkur. Í ár komu í ljós mikil samþjöppun síldarseiða um miðbik hafsins og út af Varangerskaga. Árgangur þess árs er því metinn í meðallagi stór og magnvísitalan hærri en í fyrra og yfir langtímameðaltali.
Loðna
Loðnan er lykiltegund í Barentshafi. Nýliðun í stofninum hefur verið tiltölulega góð síðasta áratuginn og árgangarnir 1008, 2012 0g 2016 hafa verið óvenju sterkir. Stofnvístala þessa árs er aðeins undir langtímameðaltali og 2017 árgangurinn telst í meðallagi. Það varð þó vart við miklar þéttingar loðnuseiða við mörk svæðisins, sem ekki náðist að kanna. Því má reikna með að þar sé meira um seiði.
Ýsa
Nýliðun ýsunnar hefur einnig verið misjöfn en hefur að meðaltali verið í meðallagi síðustu tvo áratugina. Nýliðun í ár er metin heldur hærri en langtímameðaltalið og árgangurinn talinn í meðallagi stór. Nú varð vart við mikið af ýsuseiðum í vesturhluta Barentshafsins.